138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:13]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Já, mér er það fyllilega ljóst að eftirstöðvar verða ekki felldar niður. Ég veit ekki hvort hv. þm. Birgir Ármannsson tók eftir því en ég sagði í ræðu minni að það hvarflaði aldrei að mér í sumar að eftirstöðvar yrðu lagðar niður. Það hefur aldrei hvarflað að mér að við þyrftum ekki borga upp alla skuldina.

Hvaða varðar fyrirvarann um dómstólaleiðina kemur það fram í þessum lagalega fyrirvara, sem ég held að sé í 2. gr., stendur núna að við getum rætt um það, efnt til viðræðna ef það kemur í ljós einhvern tíma í framtíðinni að okkur hefði ekki borið að greiða þessa skuld, getum við hafið viðræður þar um. Það er mjög gott. (PHB: Yfir kaffibolla.) Það gerast oft mjög góðir hlutir yfir kaffibolla.