138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:21]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil biðjast afsökunar, ég ætlaði ekki að vera með fordóma þegar ég nefndi Samtök atvinnulífsins og það ágæta fólk sem vinnur að ... (PHB: Ég hef unnið mikið með Öryrkjabandalaginu.) Nei, ég er bara að biðjast afsökunar, ég ætlaði ekki að vera með fordóma, ég biðst einlæglega afsökunar á því og mun gæta mín á því að taka ekki svona til orða framar.

En hvað varðar það sem hv. þm. Pétur H. Blöndal sagði, að ég ætlaði að taka á mínar herðar þá ábyrgð sem felst í því að samþykkja þessa samninga í stað þess að taka þá ábyrgð að samþykkja þá ekki — já, hv. þm. Pétur H. Blöndal, ég geri það. Ég tel að það sé besta leiðin í því ástandi sem er núna.