138. löggjafarþing — 14. fundur,  23. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[09:52]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er auðvitað rétt hjá hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur að við megum ekki gleyma ábyrgð eigenda Landsbankans, þeirra sem sátu í stjórn Landsbankans og báru ábyrgð á því glæfralega ævintýri sem Icesave var, því skal haldið til haga í þessari umræðu eins og öðru. Ég er þeirrar skoðunar að efnislega séum við að ræða sama málið. Ég mundi kannski ekki taka jafndjúpt í árinni og hæstv. fjármálaráðherra og segja að það sé engin efnisleg breyting, m.a. vegna þess að hinn lagalegi áskilnaður er í sameiginlegri yfirlýsingu. En það breytir því ekki að við erum í raun að ræða sama málið efnislega samkvæmt þeim fyrirvörum sem settir voru í lögum Alþingis 28. ágúst sl.