Stjórnlagaþing

Fimmtudaginn 12. nóvember 2009, kl. 17:56:46 (0)


138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

stjórnlagaþing.

152. mál
[17:56]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka andsvarið. Þetta er alveg nákvæmlega það sem ég óska helst eftir, það er að við eigum einhvers konar samræðu um þessi mál varðandi stjórnlagaþingið. Varðandi slembiúrtakið var niðurstaða okkar sú að það mætti jú velja 600 manns og helmingurinn af þeim hefði kannski engan áhuga á að taka þátt í þessu og þá væri tilvalið að velja fólk til vara. En þetta er umfangsmikið og kannski svifaseint ferli. Ef hægt er að leysa þetta með auðveldari og ásættanlegri hætti fagna ég því heils hugar og mundi mjög gjarnan vilja fá að hlusta á þá umræðu og taka þátt í henni eftir því sem við á. Einmitt þetta, að settar séu skorður við það að menn geti keypt sig inn á stjórnlagaþing, það er ekki góð leið.