Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 19. nóvember 2009, kl. 12:40:14 (0)


138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:40]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Eins og allir vita voru samþykkt lög í sumar með ákvæði um að Bretum og Hollendingum skyldu kynntir fyrirvararnir og að ríkisábyrgðin tæki ekki gildi fyrr en þeir væru búnir að samþykkja þá. Í ljósi þess bað ég sérstaklega um það við 1. umr. að fá afrit af öllum gögnum um hvernig fyrirvararnir höfðu verið kynntir Bretum og Hollendingum. Hæstv. fjármálaráðherra kom í andsvar við mig og sagði mér að fjöldinn allur af fundum hefði átt sér stað. Hann nefnir Haag, London og Istanbúl. Síðan hafði hæstv. utanríkisráðherra uppi um það mikil orð að fundir hefðu verið á hans vegum í New York og úti um allt. Í gögnum frá fjárlaganefnd get ég ekki betur séð en að eina frásögnin af samskiptum Íslendinga, Hollendinga og Breta (Forseti hringir.) sé úr fundargerð (Forseti hringir.) sem er skrifuð af Indriða H. Þorlákssyni 1. og 2. september 2009. Því spyr ég hv. formann fjárlaganefndar: (Forseti hringir.) Hvar eru gögnin frá hinum fundunum?