Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 19. nóvember 2009, kl. 20:46:42 (0)


138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:46]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek heils hugar undir þessa beiðni hv. þm. Jóns Gunnarssonar.

Það er hins vegar annað sem mig langar til að koma inn á. Hér var atkvæðagreiðsla í dag um hvort hafa ætti kvöldfund eða ekki. Þar fór atkvæðagreiðslan þannig að 21 var á móti því vegna annars vegar mikilvægis málsins og hins vegar þess að hér eru búnir að vera fjölmargir kvöldfundir undanfarið. Ég beini því þess vegna til virðulegs forseta að hún hlutist til um að þeir þingmenn sem báðu um að kvöldfundurinn yrði haldinn mæti, auk þess sem ég hefði gaman af að sjá hæstv. bankamálaráðherra bregða fyrir í þessari umræðu.