Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 19. nóvember 2009, kl. 21:54:19 (0)


138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:54]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð bara að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á því hvað hv. þingmaður er að spyrja um. Ég sé ekki að það hafi neinar efnahagslegar afleiðingar að framkvæmdarvaldið hafi skipað málum með þessum hætti. Ég átta mig bara ekki á þessu. Við tókum afstöðu til þess í nefndinni (Gripið fram í.) hvernig við höfum áhrif. Getum við staðið á bak við þessa skuldbindingu eins og fjárlaganefnd bað okkur um? Við tókum afstöðu til þess í áliti nefndarinnar.

Rauði þráðurinn í þessum málflutningi hjá andstæðingum málsins er að þeir telja að Icesave-skuldbindingin hverfi bara upp í loft ef við förum ekki að taka á þessu máli og tækla þetta með einhverjum hætti. Málflutningurinn litast af þessu, að með því að ýta málinu eða fresta því eða setja það eitthvert annað gleymist það. (Gripið fram í: … bara ekki svara …) Fara ofan í skúffuna? Það er bara því miður ekki svo. (Gripið fram í: Það er enginn að …)