Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 15:41:30 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:41]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Ég held að margir deili því sjónarmiði sem kom fram í svari hans, en það er ágætt að fá staðfestingu á því hjá löglærðum manni eins og honum.

Ég spurði annarrar spurningar, varðandi þennan vafa sem er uppi um stjórnarskrána. Ég var að velta fyrir mér í hvaða farveg ætti að setja málið í því ljósi og er ég þá að hugsa um hvort ekki sé mikilvægt að þær nefndir sem fjalla um málið, fjárlaganefnd, efnahags- og skattanefnd og eftir atvikum utanríkismálanefnd, fái til sín sérfræðinga til að fara yfir þetta atriði. Ég vil af því tilefni endurtaka hér að ég held að ráðlegt væri að gera hlé á þingfundi, þ.e. á þessu máli. Við þurfum ekkert að ýta öðrum málum til hliðar, við getum tekið önnur mál inn, en þetta mál þarf miklu betri farveg.

Mig langar að heyra (Forseti hringir.) frá hv. þingmanni vegna lögfræðikunnáttu hans í (Forseti hringir.) hvaða farveg þetta mál ætti að fara.