Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 15:44:04 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:44]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Birgi Ármannssyni fyrir greinargóða ræðu og góða yfirferð yfir þetta afar umfangsmikla mál. Fullt af spurningum vaknar og satt best að segja hafa vaknað spurningar alveg frá upphafi sumars þegar samningurinn kom fyrst inn í þingið með þeim ákveðnu þvingunum sem voru á því. Það er ljóst að það eru alltaf að koma ný og ný gögn í málinu, jafnvel gögn sem eru stórkostleg og gætu hugsanlega kollvarpað grundvallarhugsuninni. Núna síðast um þessa helgi var annars vegar fjallað um skuldabréfaviðskipti milli Gamla Landsbankans og Nýja Landsbankans og hins vegar álitsgerð Daniels Gros, sem er fulltrúi í seðlabankastjórninni, þess efnis að vextir ættu að vera með jafnræðisreglu Evrópusambandsins. Því langar mig að spyrja hv. þingmann hvort hann sé mér sammála (Forseti hringir.) um að þessi mál séu þess eðlis að það þurfi að kalla saman (Forseti hringir.) nefndir og fjalla um málið frá grunni.