Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 15:51:43 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:51]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Í ljósi þessa svars og í ljósi þess hvar málið er statt langar mig að fá álit hans á því hvort ekki sé skynsamlegra, þrátt fyrir allan rökstuðning ríkisstjórnarinnar með þessum nýju lögum og þótt við gæfum okkur það að það væri eitthvert vit í þeim, sem ég tel alls ekki vera, að draga þetta mál til baka alfarið og láta þau ágætu lög sem þó voru samþykkt í sumar einfaldlega halda áfram gildi sínu. Mig langar persónulega að hvetja til þess að ríkisstjórnin geri það. Þau lög sem samþykkt voru í sumar vernda þjóðina fyrir þeim áföllum og eins og fram hefur komið, ef eitthvað er, eru að koma fram nýrri og enn skuggalegri upplýsingar um það að við munum ekki ráða við þetta áfallalaust. Getur hv. þingmaður svarað því hvort það sé samt ekki betra, þrátt fyrir rökstuðning ríkisstjórnarinnar, að (Forseti hringir.) draga málið til baka?