Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 16:03:08 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:03]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Svo að það sé alveg ljóst, hv. þingmenn, þá eru bæði hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. forsætisráðherra í húsinu. Forseti vill beina þeim tilmælum eða ábendingum til hv. þingmanna að þeir geta að sjálfsögðu einnig óskað eftir því að málið verði tekið til nefndar á milli 2. og 3. umr. Mjög margir eru á mælendaskrá þannig að ljóst er að þessi umræða verður löng og ströng í dag, þannig að forseti telur rétt að halda áfram með dagskrána og hv. þingmenn munu fá tilkynningu um ef einhverjar breytingar verða þar á.