Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 16:04:03 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:04]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég held að það sé engan veginn nóg og ásættanlegt að málið fari fyrst til nefnda á milli 2. og 3. umr., það held ég að væru mikil mistök. Ég held að það sé nauðsynlegt að þær upplýsingar sem hér hafa verið nefndar og komið fram fái umfjöllun nú í 2. umferð þar sem ræðutími er lengri og þingmenn hafa betri tíma til að fara yfir málið. Þá fullyrði ég, frú forseti, að þingheimur allur er tilbúinn til að liðka fyrir því að mál komist á dagskrá ef þetta mál fær þann farveg eða þá umfjöllun sem mikilvægt og nauðsynlegt er. Þetta er líklega stærsta hagsmunamál þjóðarinnar sem við ræðum á þessu þingi og eðlilegt er, frú forseti, að orðið verði við kröfum um fundi og nánari yfirferð. Það er ekkert sem liggur á, engin pressa er á okkur út af þessu máli. Lánin koma ef við þurfum á þeim að halda, því hafa lánveitendur okkar lýst yfir, þannig að ég hvet frú forseta til að beita sér fyrir því að þetta mál fari nú (Forseti hringir.) inn í nefndirnar.