Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 18:24:22 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:24]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ástæða þess að ég kem hér upp eru orð hæstv. forsætisráðherra. Hér er ég með dagskrá sem var lögð fyrir á fundi forseta með þingflokksformönnum fyrr í dag og á henni er eitt annað mál frá ríkisstjórninni sem þau óska eftir að ræða í þessari viku, eitt mál og það er frumvarp til fjáraukalaga. Það er rangt og það er ósatt þegar hæstv. forsætisráðherra segir að stjórnarandstaðan vilji tala í þessu máli og með því tefja önnur mikilvæg mál. Við erum tilbúin til þess að greiða götu allra þeirra mikilvægu mála sem þurfa hér að klárast, en við áskiljum okkur rétt til að ræða þetta mikilvæga mál við hæstv. forsætisráðherra, sem og aðra ráðherra og þingmenn, (BirgJ: Heyr, heyr.) hvort sem henni líkar það betur eða verr, hæstvirtri.

En það að halda því fram að stjórnarandstaðan sé að tefja hér góð mál — komið með málin inn í þingið og við skulum þá sjá til hvort við tefjum þau. Það kemur bara ekkert frá þessari ríkisstjórn nema þetta mál. (BJJ: Gerir ekki neitt.)