Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 19:20:05 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:20]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég deili skoðunum hans á því að spár ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið mjög marktækar til þessa, hvorki í þessu máli né reyndar ýmsum öðrum eins og hv. þingmaður nefndi. Það komu fram atriði í sumar við frekari umfjöllun málsins og einnig aftur í haust sem kemur manni kannski svolítið á óvart að það skuli vera að koma upp mér liggur við að segja í hverri viku eitt eða tvö eða þrjú grundvallaratriði sem snerta þennan málaflokk og núna um helgina voru nefnd tvö atriði. Áður hefur verið nefnt hér stjórnarskráratriði, spurning sem prófessor emeritus Sigurður Líndal hefur komið inn á. Einnig kom fram í umræðunni í dag álitsgerð Daniels Gros um vexti og upphæðir á vöxtum sem gætu numið allt að 185 milljörðum og einnig skuldabréf milli gamla og nýja Landsbankans. (Forseti hringir.) Telur hv. þingmaður ekki eðlilegt við þessar aðstæður að kalla saman þær nefndir sem þurfa að (Forseti hringir.) fjalla um málið og fara yfir það, því að þetta eru grundvallaratriði sem hér er verið að varpa fram (Forseti hringir.) nánast daglega?