Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 21:05:31 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:05]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég á dálítið erfitt með að svara þessari spurningu. Auðvitað gerist það þegar hrópað hefur verið úlfur, úlfur, mjög oft að þá hætta menn að hlusta og kannski er ekkert að marka það þegar það hefur verið leikið oft.

Ég vil ekki pólarísera eða skipta mönnum í einhvern veginn fylkingar og flokka. Ég vona bara að ríkisstjórnin sjái að sér og fallist á að þetta megi bíða og við sjáum hvort við finnum ekki betri lausn, jafnvel á grundvelli þeirra laga sem gilda nú þegar. Ég get alveg lofað henni fyrir hönd stjórnarandstöðunnar að við munum flýta forgangi allra annarra mála varðandi fjárlagafrumvarpið því að nú liggur mikið á því, það er ekki nema tæpur mánuður til jóla. Síðan getum við í rólegheitunum unnið úr Icesave-málinu fram á vor, því að ég sé ekki neitt sem ýtir á það að við samþykkjum það núna.