Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 21:06:38 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:06]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla þá að svara sjálfum mér fyrst þingmaðurinn gerði það ekki, en það er að sjálfsögðu Evrópusambandið sem er helsti leikarinn, leikstjóri og höfundur að því verki sem verið er að senda á okkur núna.

Hv. þingmaður hefur sökkt sér ofan í tölurnar í þessu máli með afgerandi hætti, ef ég má orða það svo. Hann ræddi hér um vexti og vaxtakjör og hvaða afleiðingar fælust í því ef við samþykktum þann samning sem nú liggur fyrir. Mig langar að biðja hv. þingmann að nefna í stuttu máli, á þeirri mínútu sem hann hefur til að svara, hættuna — hver er mesta hættan við þá stefnu, liggur mér við að segja, sem tekin er varðandi vaxtakjör í þeim samningi sem nú liggur fyrir?