Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 21:10:25 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:10]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka fyrir þetta svar og skora á — ja, ég veit ekki hverjir mundu skipa slíka nefnd, eigum við ekki bara að gera það sjálf á morgun? — ég legg til að það sé bara einn þingmaður úr hverjum flokki sem verði í þessari nefnd og svo skal ég bara láta ykkur fá tölvupóstfangið hjá breska þingmanninum sem lofaði að skipuleggja þetta í breska þinginu.

Eitt vekur furðu mína og það er að þingmenn úr meiri hlutanum taka ekki þátt í þessari samræðu okkar, þeir taka ekki þátt í andsvörum. Hver telur hv. þingmaður að sé er ástæðan fyrir því að þeir taka ekki þátt í þessari orðræðu?