Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 21:37:23 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:37]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Jú, vissulega held ég að það sé alveg óhætt að segja að ef leitað hefði verið eftir samstarfi hefði að sjálfsögðu verið tekið í þá hönd. Þess í stað skulum við ekki gleyma því að fyrstu kynni formanns Hreyfingarinnar af þessu máli þegar það kom inn á borð á ný var að reynt var að koma því inn með blekkingum. Það er aðeins verið að fitla við lokadagsetninguna á ríkisábyrgðinni, var sagt. Þannig nálgaðist ríkisstjórnin málið frá upphafi í þessari nýju útgáfu og það hefur í raun einfaldlega verið óþolandi að horfa upp á þessi vinnubrögð. Ég botna ekki í þeim því að þau virðast ekki hafa nokkurn áhuga á því að leysa þetta mál öðruvísi en svo að það henti Bretum og Hollendingum.