Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 21:41:41 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:41]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg rétt að skuldahlutföll Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa snúist með vindinum. Núna er sunnanátt og þá er skuldahlutfallið 310%. Fyrr á árinu var norðanátt og þá var það 160% og í vestanáttinni fór það upp í 240%. Það er því í rauninni ekki hönd á festandi í þessari skilgreiningu þeirra. Vissulega hafa þeir að margra mati sett fram þessi breyttu álit einfaldlega til þess að þjónka Bretum og Hollendingum, sem er ekki ólíklegt. Bretar og Hollendingar og bandalagsþjóðir þeirra ráða einfaldlega miklu meira innan stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en Íslendingar og virðast hafa beitt valdi og afli þar inni gegn hagsmunum Íslendinga. Þetta skuldaferli sem Ísland er í er alþekkt úti í heimi. Það er svona sem vanþróaðar þjóðir í heiminum hafa byrjað. (Forseti hringir.) Þær hafa byrjað nákvæmlega (Forseti hringir.) eins og við.