Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 21:47:11 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:47]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hættan sem hv. þm. Þór Saari lýsir er að við lendum í spíral eða skrúfu niður á við sem getur leitt til verulegrar fátæktar hér á landi um langan tíma. Mér finnst þessi mynd afskaplega sterk og það væri óskandi að hv. þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, þeir þingmenn sem virðast ætla að styðja þetta frumvarp, brygðust við þessu með einhverjum hætti.

Ekki þýðir að herma það upp á hv. þm. Þór Saari en ég vildi spyrja hann af því að hann nefndi í lok ræðu sinnar hugsanlegar endurheimtur af eignum Landsbankans. Ég er að velta fyrir mér að hvaða leyti í störfum efnahags- og skattanefndar og fjárlaganefndar var farið yfir líkur á því hvenær eitthvað færi að (Forseti hringir.) koma til baka af hugsanlegum eignum Landsbankans.