Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 21:50:41 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:50]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Efnahags- og skattanefnd afgreiddi þetta mál með miklu hraði, það var enginn meiri hluti fyrir því þar og þrjú af fjórum minnihlutaálitum voru mjög gagnrýnin á bæði málsmeðferðina og málið sjálft. Þau voru ekki tekin efnislega fyrir í fjárlaganefnd, meiri hlutinn í fjárlaganefnd hafnaði einfaldlega að fjalla efnislega um þessi minnihlutaálit sem fjárlaganefnd hafði þó beðið um. Við erum búin að lesa þau, sagði formaðurinn, og það á að vera nóg, það kemur ekkert nýtt fram í þeim. Það er bara rangt og þess vegna m.a. gagnrýni ég í áliti míns minni hluta í fjárlaganefnd mjög málsmeðferðina og tel að ekki hafi verið farið nógu vandlega yfir málið eins og komið hefur í ljós.

Það hefur aldrei verið talað um hve mikið af skatttekjum ríkissjóðs færi í að greiða vextina af þessu. Þetta kemur ekki í ljós fyrr en í dag, mér datt í hug um helgina að skoða hvort þessar upplýsingar væru til (Forseti hringir.) og þá sitjum við uppi með þessa staðreynd, tekjuskattur 80.000 Íslendinga fer í vexti.