Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 23:07:34 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:07]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tek fyrir það fyrsta undir orð síðasta hv. þingmanns sem hér talaði. Þögn þingmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í þessum Icesave-umræðum nú á þessu haustþingi hefur verið æpandi. Hæstv. fjármálaráðherra hefur talað og hv. þm. Björn Valur Gíslason en þeir þingmenn —

(Forseti (RR): Fundarstjórn forseta!)

Ég er að koma að því, hæstv. forseti. Þögn þessara þingmanna sem ráðið hafa úrslitum um gang málsins frá fyrri stigum er æpandi og afstaða þeirra skiptir auðvitað verulega miklu máli um hvernig málinu vindur fram. Ég ítreka spurningu sem ég spurði áðan varðandi hvort eitthvað sérstakt í skipulagi þingstarfanna eða skipulagi af hálfu forsætisnefndar hindraði stjórnarliða, og þá einkum þingmenn Vinstri grænna, í að tala í þessari umræðu.