Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 26. nóvember 2009, kl. 15:20:52 (0)


138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir afskaplega frískandi og málefnalega ræðu og það að rifja upp söguna. Það veitir ekki af, því að þó að ekki sé nema rúmt ár frá því að hrunið varð er farið að fenna ansi mikið í sporin, mjög mikið, jafnvel þannig að sum spor sjást ekki lengur eins og t.d. spor Samfylkingarinnar. Hv. þingmaður kom reyndar inn á það og færði fyrir því rök að Samfylkingin hefði verið í ríkisstjórn þegar þessir atburðir gerðust allir og það er reyndar hægt að sjá það í þingtíðindum. Þeir kannast ekkert við það lengur og það sýnir hversu fljótt fennir í sporin.

Mig langar til að spyrja hv. þingmann um frétt sem hún kom lauslega inn á, sem er framganga hæstv. utanríkisráðherra fyrrverandi, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, forvera núverandi formanns Samfylkingarinnar, sem birtist í Morgunblaðinu 14. nóvember þar sem hún segir að Íslendingar hafi (Forseti hringir.) gengið til samninga sem sakamenn. Hvers vegna heldur hv. þingmaður að þessi reyndi þingmaður komi með svona framtak?