Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 26. nóvember 2009, kl. 16:59:34 (0)


138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:59]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að það liggur hv. þingmanni þungt á hjarta að kryfja þessi mál til mergjar og er auðvitað eðlilegt og sanngjarnt að gera það, alveg fullkomlega. Það höfum við gert og yfir þetta hefur verið farið og takmörkun á friðhelgisréttindunum nær yfir eigur ríkisins sem því eru nauðsynlegar, eins og fram kom í máli mínu áðan, sem fullvalda ríkis, sem og eignir Seðlabanka Íslands, auk þess að ekki sé haggað við friðhelgisréttindum samkvæmt alþjóðasamningum. Við höfum farið mjög vel yfir þetta varðandi auðlindirnar. Ég held að hægt sé að leggja áherslu á að það hefur verið eins vel staðið að þessu varðandi friðhelgisréttindin og nokkur kostur er.