Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 26. nóvember 2009, kl. 21:11:21 (0)


138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:11]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt hjá hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra að þessir tveir fræðimenn benda á að það sé ekki, en með leyfi forseta, stendur:

„AGS skýrslan lætur undir höfuð leggjast að íhuga mögulega hvetjandi áhrif mikilla skattahækkana, niðurskurðar á opinberri þjónustu, samdráttar atvinnutekna, mögulegrar gengislækkunar, og stórfellds atvinnuleysis á flutning vinnandi fólks af landi brott. “

Frú forseti. Það er algjörlega ljóst að það ástand sem íslensk þjóð stendur frammi fyrir núna er hvetjandi til þess að fólk fari úr landi. Hér er ekki atvinnu að fá. Núverandi ríkisstjórn er ekki að byggja upp atvinnulífið. Áherslur hennar eru á hækkun skatta í staðinn fyrir að efla atvinnulífið með einhverjum hætti og auka tekjur. (Gripið fram í.) Málið er að lækka ekki (Forseti hringir.) atvinnuleysisbætur en ekki að finna vinnu handa fólki sem er atvinnulaust. (Gripið fram í: … klisja.) (Gripið fram í: … hæstv. iðnaðarráðherra.) (Gripið fram í: … um frammíköll?)