Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 26. nóvember 2009, kl. 21:18:29 (0)


138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:18]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er afar erfitt að bera saman starf sveitarstjórnarmannsins og starf alþingismannsins. Þetta eru svo gjörólíkir vettvangar og vart sambærilegir. Þetta eru mjög ólík stjórnsýslustig. Það þekkist jú að það eru kvöldfundir bæjarstjórna þegar fjárhagsáætlun er rædd en að öðru leyti tíðkuðust þeir ekki í minni sveit.

En varðandi viðveru stjórnarþingmanna eða viðveru hæstv. ráðherra, eins og hv. þm. Birkir Jón Jónsson minntist á, ætla ég ekki að hafa neina skoðun. Það verður hver þingmaður og hver ráðherra að eiga það við sig, hvort hann metur það sem fram fer í þingsölum með þeim hætti að það sé þess vert á að hlýða. En í mínum huga er ljóst að það breytir engu hvað við í stjórnarandstöðu segjum um þetta mál, meiri hluti ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna (Forseti hringir.) er búinn að samþykkja að þetta frumvarp fari hér í gegn óbreytt til skaða fyrir íslenska þjóð. (Gripið fram í: Skammarlegt.)