Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 26. nóvember 2009, kl. 21:37:48 (0)


138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:37]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég bar upp ákveðið erindi við þann forseta sem sat hér áðan en nú er kominn nýr forseti og mig langar því að bera upp um sama erindi, þ.e. að hvetja þá ágætu þingmenn sem samþykktu kvöldfund að sækja fundinn. Það er að þeirra ósk sem við erum hér og það er spurning hvort það sé rétt að sá hópur sem hér er sitji og bíði eftir að þau komi og setji sig á mælendaskrá því að ekkert þeirra er á mælendaskrá.

Ég vil, frú forseti, segja í ljósi orða starfandi þingflokksformanns Vinstri grænna að ég er líka með þessar ályktanir frá Evrópusambandsþinginu og þær eru býsna athyglisverðar. Ég er líka með fyrstu drög sem voru lögð fyrir þingið og þær breyttust svolítið í meðförum þessa hóps, eða utanríkismálanefndar Evrópuþingsins.