Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 26. nóvember 2009, kl. 21:41:28 (0)


138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:41]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil taka undir þessa ósk félaga míns, hv. þm. Birgis Ármannssonar, um að það væri ánægjulegt og fróðlegt að heyra hvaða viðhorf hæstv. ráðherra efnahags- og viðskiptamála hefði gagnvart þessu máli. Ég vil benda hæstv. forseta á það að hún hefur líka sjálf heimild til að breyta dagskrá þingsins. Hæstv. forseti þarf ekki að bíða með atkvæðagreiðsluna þar til þingfundi er lokið heldur getur hún tekið þá ákvörðun sjálf. Ég veit að það er erfitt fyrir stjórnarliða að sýna slíkt frumkvæði, en ég hvet engu að síður forseta til dáða til að breyta dagskrá þingsins og taka einfaldlega á dagskrá þau mál sem eru ríkisstjórninni svo kær, þ.e. að hækka skatta. Við erum tilbúin í þá umræðu, við getum rætt þau mál þannig að þau geti síðan komist til nefndar og ríkisstjórnin farið að afgreiða fleiri mál en bara þau tvö sem hún er nú þegar (Forseti hringir.) búin að afgreiða á yfirstandandi þingi.