Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 26. nóvember 2009, kl. 21:45:55 (0)


138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:45]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Nú ber svo við að ég þarf að mæta á fund í iðnaðarnefnd klukkan hálfníu í fyrramálið til að ræða þar mjög áríðandi mál sem er fjárfestingarsamningur um álver á Suðurnesjum. Ég er svo sem ekki óvanur því að vinna og hef oft þurft að vaka í vinnu þó að ég hafi ekki mikið verið í sauðburði. Mig langar til að vita hvenær við megum eiga von á því, frú forseti, að hlé verði gert á þessum fundi eða réttara sagt hvenær honum ljúki. Ef við verðum hér fram undir morgun held ég að það sé rétt að við vitum það þannig að við getum búið okkur, þó svo að við getum ekki kastað okkur í garðann gætum við kannski farið á skrifstofuna og lagt okkur á milli ræðna.