Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 27. nóvember 2009, kl. 14:20:43 (0)


138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég hélt ræðu mína í trausti þess að hv. þm. Guðbjartur Hannesson, framsögumaður málsins, væri í húsinu að hlusta, því hann sagði í morgun að hann væri að hlusta. Ef nú kemur í ljós að hann sé ekki í húsinu og ekki að hlusta heldur einhvers staðar úti í bæ gerir það mig virkilega dapran, frú forseti. Ég veit ekki til hvers ég er þá að tala hérna. Ég taldi mig koma fram með atriði eins og t.d. gildi raunvaxta og áhrif þeirra en ef þeir þingmenn sem skrifa undir þetta nefndarálit sem við ræðum hér eru ekki í húsinu skil ég ekki til hvers við erum að ræða það yfirleitt.

Ég tek undir og ég legg til að forseti fái þessa hv. þingmenn annaðhvort til að mæta í þingsal og hlýða á umræðurnar eða fresti fundi þangað til þeir geta mætt.