Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 27. nóvember 2009, kl. 14:29:47 (0)


138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:29]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil þakka forseta fyrir að upplýsa mig um viðveru hæstv. ráðherra. Þá ætti að vera auðsótt mál að fá ráðherrana hingað vegna þess að það sannaðist í gær í ræðu minni að það var ekki nóg að hafa hæstv. ráðherra í húsinu. Þegar maður ætlar að eiga skoðanaskipti við fólk og spyr mikilvægra spurninga — ég spurði spurninga í gær um fundargerðir sem vantar í gögn málsins og kallaði eftir þessum upplýsingum — er ekki nóg að hafa hæstv. ráðherra í húsinu.

Svo er annað og ég veit ekki hvort það heyrir undir fundarstjórn forseta en það er verið að boða fund í Þingvallanefnd sem í eiga sæti eingöngu þingmenn. Þessi fundur er boðaður núna kl. 14.30 þrátt fyrir áköf mótmæli okkar stjórnarandstæðinga. Bæði framsóknarþingmennirnir og sjálfstæðisþingmennirnir í þeirri nefnd eiga ómögulegt með að mæta á þessum tíma en þrátt fyrir áköf mótmæli (Forseti hringir.) heldur formaður nefndarinnar sig fast við þennan fundartíma. Þetta er öll lýðræðisástin sem við verðum vitni að hér.