Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 13:18:04 (0)


138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[13:18]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ekki hefur verið fundað með þingflokksformönnum og forseta til þess að leggja drög að dagskrá dagsins, að ákveða hversu lengi við ætlum að vera hér í dag. En þegar það bætist ofan á að forseti hefur, að því er virðist vera, ákveðið — það má ekki flokka það undir neina sérstaka mildi í það minnsta — að ekki verði, eins og hefð er fyrir, tekið stutt matarhlé þannig að þingmenn geti matast og haldið umræðum áfram, hljótum við, hv. þingmenn, að velta því fyrir okkur hvernig framhald þessara hluta verður allt saman.

Það er ekki bara þessi þingdagur í dag sem kallar á gott samstarf á milli stjórnar og stjórnarandstöðu hér í þinginu sem forseti á að stýra, þingfundur verður áfram á mánudag og miðvikudag o.s.frv. (Gripið fram í.) Já, ég heyrði það, hv. þingmenn, og þess vegna sagði ég á mánudag og miðvikudag. Þingið þarf á því að halda að gott samstarf sé á milli (Forseti hringir.) stjórnar og stjórnarandstöðu við forseta. Ég bið forseta að skoða hug sinn, hvort ekki sé skynsamlegt að gefa stutt matarhlé og halda síðan áfram, (Forseti hringir.) en efna ekki til þessa ófriðar sem hér er verið að gera.