Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 13:27:06 (0)


138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[13:27]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér er vandi á höndum. Ég er þjóðkjörinn fulltrúi og mér er skylt að sækja þingfundi en ég er svöng. Ég vil því beina þeim tilmælum til hæstv. forseta að hann geri hlé á þessum þingfundi til þess að við getum öll nærst. Einhvers staðar heyrði ég þann málshátt að friðurinn komi frá maganum, þetta er reyndar þýtt úr ensku og hljómar aðeins betur á því máli. Þetta finnst mér eiga mjög vel við bæði um stríðshrjáðar þjóðir, ef allir fá nóg að borða er meiri friður, og eins um okkur þingmenn, við verðum örugglega mun meðfærilegri ef við fengjum nóg að borða.