Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 15:07:23 (0)


138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:07]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég þakka fyrir þetta. Það má kannski hugsa sem svo að þeir hinir hógværu, þeir munu ríkið erfa, í það minnsta var manni ekki refsað fyrir að vera ekki með mikil læti þegar beðið var um orðið. (Utanrrh.: … utanríkisráðherra.) Já, jafnvel geta hinir hógværustu menn orðið utanríkisráðherrar, það er rétt. Ég vildi ítreka það, frú forseti, að við í stjórnarandstöðunni höfum gert ríkisstjórninni það tilboð að hún komi fram þeim málum sem þurfa að koma fram hratt, að við gerum stutt hlé á Icesave-umræðunni, höldum síðan áfram, klárum mál sem þurfa að fara til nefndar af hálfu ríkisstjórnarinnar er snúa að fjárlögum og um leið og það er frá höldum við áfram að ræða Icesave-málið.

Hvað varðar orð hv. þm. Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um ósk hennar um að það verði matur í boði á fundi þingflokksformanna verð ég þó að segja að mér gerast nú æ hugleiknari þau hörmulegu örlög þeirra sem hafa orðið hungurmorða. Ég verð að segja eins og er, frú forseti, að ég (Forseti hringir.) æski ekki eftir neinu slíku, ég held að við komumst alveg í gegnum þennan dag án þess að það sé verið að bera í okkur mat sérstaklega.