Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 16:26:19 (0)


138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:26]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka fyrir það að þingflokksformenn skuli hafa sest niður og fundað um skipulagið á þinginu. Ég verð hins vegar að lýsa því yfir að mér þykir mjög leitt að ekki skyldi fást niðurstaða á þeim fundi um það hvernig staðið verður að dagskrá fundarins fram eftir kvöldi.

Ég vil taka undir orð hv. þm. Illuga Gunnarssonar um tilboð okkar, það stendur hér pikkfast á borði. Stjórnarliðar virðast ekki vilja skoða tilboð okkar í stjórnarandstöðunni um að breyta dagskrá þingfundarins og taka fyrir skattatillögur. Þó að okkur líki ekki þessar skattatillögur vel erum við tilbúin að taka þær fram (Forseti hringir.) fyrir þetta mál og ræða Icesave í framhaldi af því. Ég óska svara forseta (Forseti hringir.) þess efnis hvort ætlunin er að taka þessari tillögu eða ekki.