Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 16:34:44 (0)


138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:34]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég er öldungis hneykslaður á þessari framkvæmd forseta Alþingis að keyra Alþingi svona á laugardagskvöldi og jafnvel inn í nóttina á fyrsta í aðventu með tilliti til þess að þessi ríkisstjórn og þessir flokkar þykjast vera að gæta hagsmuna fjölskyldnanna í landinu. Í rauninni eru þeir að gefa það merki út í þjóðfélagið að fjölskyldufólk eigi ekki að bjóða sig fram til Alþingis. Það er verið að segja við fólk: Ef þú býður þig fram til Alþingis getur þú ekki verið í samneyti við börnin þín á fyrsta í aðventu. Ég skora á hæstv. forseta að taka mið af þessu og rjúfa fund sem allra fyrst þannig að ekki séu gefin svona merki út í þjóðfélagið.