Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 17:50:38 (0)


138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:50]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Það kann vel að vera að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi horft fram hjá því hversu slæm staða bankanna var fyrir bankahrunið í október 2008 en hún og þjóðin urðu að horfast í augu við það og neyðarlögin voru sett. Ég ítreka það sem ég sagði áðan, ég hef ekki forsendur til að skoða eða velta fyrir mér hvað hugsanlega gerist ef þau standa ekki. Ég ítreka enn og aftur það sem ég sagði, það á ekkert skylt við skoðun um það, gamla skoðun fyrir hrun, að það er mín skoðun að neyðarlögin haldi. Ég hef þá trú og ítreka það sem ég sagði áðan, ég tel varhugavert að við séum í sölum Alþingis Íslendinga yfir höfuð að velta fyrir okkur hvort þau standist eða standist ekki.