Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 19:34:41 (0)


138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:34]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég held að það væri gott ef hæstv. forseti gæti gefið upplýsingar af því tagi sem hv. þingmenn Illugi Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson hafa borið fram. Við vitum að áðan fór fram fundur milli formanna þingflokka og forseta og það væri ekki úr vegi ef hæstv. forseti gæti greint okkur frá því úr forsetastóli hvort þar hafi komið eitthvað fram um framhald þingstarfa. Þetta skiptir auðvitað máli fyrir okkur almenna þingmenn en hlýtur einnig að skipta máli fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar sem óskað hefur verið eftir að væru hér í dag, sumir tilgreindir sérstaklega og hafa lítið sést. Það er auðvitað lykilatriði í umræðu af þessu tagi að þingmenn geti átt rökræður við ráðherra, sérstaklega þá sem fara með mikilvæga málaflokka sem þetta mál snertir, þannig að hægt sé að fá botn í ýmis álitaefni sem upp hafa komið í umræðunni og þau eru ófá.