Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 19:47:02 (0)


138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:47]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég verð að lýsa óánægju minni með þetta. Það er algerlega óásættanlegt (Gripið fram í.) að það sé verið að breyta þingsköpum úr forsetastól Alþingis. Það er algerlega óásættanlegt, frú forseti, sem er eins og hér hefur komið fram forseti allra þingmanna og hefur haft uppi stór orð um það og þau markmið sem hún hafi í sinni forsetatíð, að ætla að nota þvílíkan útúrsnúning eins og hér er gert. Reglulegir fundir Alþingis, hvernig má það vera að hægt sé að túlka þingsköpin eftir einhverjum handahófskenndum upphrópunarreglum hæstv. forseta? Ég bið hæstv. forseta um að snúa af leið. Ég trúi ekki öðru en hæstv. forseti átti sig á því að hún er ekki að fara rétt með þingsköp Alþingis og ég hvet hana til að endurskoða þetta.