Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 19:51:13 (0)


138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:51]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í fyrsta lagi, frú forseti, bið ég forseta um að beita sér fyrir því að það verði aðeins farið yfir söguna með hæstv. heilbrigðisráðherra síðustu mánuði og jafnvel þetta ár, hvernig nákvæmlega hæstv. heilbrigðisráðherra hagaði sér og fór fram á hinu háa Alþingi. Ég held að þeir sem kasta steinum úr glerhúsi ættu að hugsa sinn gang. (Gripið fram í: Um hvað er þingmaðurinn að ræða? Er þetta ekki fundarstjórn forseta?) (Gripið fram í.)

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður um hljóð.)

Frú forseti. Ég ætlaði að beina því til virðulegs forseta að hún geri hugsanlega fimm eða tíu mínútna hlé til að komast til botns í þessari háreysti og efasemdum varðandi þingsköpin þannig að það sé alveg á hreinu og við þurfum ekki að karpa um (Forseti hringir.) það fram eftir kvöldi. Það munar ekki um þær fimm mínútur.