Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 20:12:40 (0)


138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:12]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Það er ágætt að hv. þingmaður fékk tækifæri til að koma þessum mikilvægu upplýsingum til okkar, frú forseti. En nú langar mig aðeins að spyrja hvað hann telji að við eigum að gera í stöðunni. Hver er besta leiðin fyrir Íslendinga úr því sem komið er? Ég held að það sé augljóst að við getum ekki staðið við þessar skuldbindingar. Hver er rétta leiðin að því markmiði að fara að spara til tilbreytingar? Eigum við að lýsa yfir greiðsluþroti? Erum við komin að þeim tímapunkti? Eigum við að reyna að standa við skuldbindingar eða eigum við að reyna að klóra eitthvað í bakkann og smíða nýja fyrirvara? Mér þætti gaman að fá að vita það.