Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 20:26:15 (0)


138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:26]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að hann spurði (BÁ: Hvar eru lögskýringargögnin?) yfirmenn þingsins í morgun (Gripið fram í: Það er forseti sem ræður þinginu.) um hvort það þyrfti að miða við 10. gr. og fékk þá skýringu að þetta væri túlkun yfirmanna þingsins á 10. gr. — [Frammíköll í þingsal.] yfirmenn skrifstofu forseta sem hafa séð um lögskýringar.

(Gripið fram í: Eiga starfsmenn að ráða þinginu hérna?) (Gripið fram í: Þetta er ólöglegur fundur.)

(Forseti hringir.) Forseti biður um þögn í salnum og að ræðumanni sé gefið hljóð.