Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 20:28:34 (0)


138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:28]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Forseta hefur orðið tíðrætt um virðingu Alþingis, bæði í ræðustóli og eins á fundum með formönnum þingflokka. Hér, frú forseti, er virðing Alþingis undir. Ef alþingismenn og forseti þingsins geta ekki farið að þingsköpum og fylgt þeim lögum sem Alþingi sjálft setur um hvernig skuli haldið á fundarstjórn gef ég ekki mikið fyrir þá virðingu né heldur þá skoðun forseta að virðing þingsins skipti máli. Ég er þeirrar skoðunar að svo sé. Þegar lesin eru saman lögskýringargögn og þau ákvæði sem hér er um að ræða í þingsköpunum er augljóst hver niðurstaðan er.

Ég lýsi því yfir, frú forseti, að ég mun ekki mæta á boðaðan þingflokksformannafund í kvöld einfaldlega vegna þess að ég tel að sá fundur sé ólöglegur og það hefur ekkert upp á sig að sitja slíkan fund. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)