Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 20:51:21 (0)


138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:51]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kveð mér hljóðs því að eins og ég skil málið var þingskapalögum breytt í fyrravor og því skil ég ekki af hverju í ósköpunum hæstv. forseti vísar í það hvernig lögin hafa alltaf verið túlkuð áður en þeim var breytt. Þingið hlýtur að hafa breytt þingskapalögum til að hafa hlutina öðruvísi en þeir voru áður vegna þess að engum líkar að vera í vinnunni á kvöldin og fram á nótt. Það kemur ekkert út úr umræðu sem stendur fram á nótt þegar allir eru orðnir þreyttir.