Tilhögun þingfundar

Mánudaginn 30. nóvember 2009, kl. 10:39:03 (0)


138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar.

[10:39]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég vildi vekja athygli sérstaklega hv. þingmanna Vinstri grænna, sem eru oft kallaðir valdaglaðir af góðri ástæðu, að þegar tillögur um svona lagað voru lagðar fram þegar þeir voru í minni hluta töluðu þessir hv. þingmenn um að slík afgreiðsla væri brot gegn þingsköpum, brot gegn skýrum löggjafarvilja og brot á skilgreiningum í þingsköpum. En skjótt skipast veður í lofti, virðulegi forseti. Ég segi nei.