Úrskurður vegna Vestfjarðavegar

Mánudaginn 30. nóvember 2009, kl. 11:11:24 (0)


138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

úrskurður vegna Vestfjarðavegar.

[11:11]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Frú forseti. Á föstudaginn var var kveðinn upp úrskurður í umhverfisráðuneytinu og er úrskurðurinn svohljóðandi:

Staðfest er ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 27. mars 2009 um að lagning vegar milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði í Reykhólahreppi og Vesturbyggð kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því háð mati á umhverfisáhrifum.