138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:11]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil hrósa hæstv. forseta fyrir vinnubrögð hennar. Mér finnst það vera henni til sóma að hún skuli taka þessa beiðni, sem sett er fram af hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, strax til meðferðar. Ég sé að henni er full alvara með það að láta ráðherrann vita að nærveru hans sé óskað. Ég vildi því koma hér upp fyrst og síðast til að hrósa hæstv. forseta.

(Forseti (ÞBack): Gert verður stutt hlé á þingfundi, hlé í fimm mínútur. Fundi er frestað.)