Dagskrá fundarins

Mánudaginn 30. nóvember 2009, kl. 15:10:11 (0)


138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

dagskrá fundarins.

[15:10]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Getur frú forseti upplýst mig um hvort aðrir hafi kvatt sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta á eftir mér? Eru fleiri á mælendaskrá undir liðnum fundarstjórn forseta?

(Forseti (SF): Forseti getur upplýst að það eru ekki fleiri sem hafa kvatt sér hljóðs um fundarstjórn forseta en sú er stendur í pontunni í augnablikinu.)

Það finnst mér miður því að þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa komið hingað upp með gott tilboð til ríkisstjórnarinnar — og viti menn, nú er hæstv. fjármálaráðherra loksins búinn að kveðja sér hljóðs. Við erum aldrei þessu vant með þrjá ráðherra hér í salnum en hér eru líka þingflokksformenn stjórnarflokkanna, annar starfandi og hinn viðvarandi, hv. þm. Árni Þór Sigurðsson og Björgvin G. Sigurðsson. Þess vegna hljótum við að fara fram á að ítrekuðum tilboðum stjórnarandstöðunnar um að liðka fyrir málum ríkisstjórnarinnar, fyrir störfum hér, verði svarað þegar við höfum loksins þessa menn í þingsalnum.