Dagskrá fundarins

Mánudaginn 30. nóvember 2009, kl. 15:21:09 (0)


138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

dagskrá fundarins.

[15:21]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka forseta fyrir að hafa upplýst okkur um að enn sem komið er í það minnsta standi ekki til að breyta dagskránni. Ég vil hvetja hæstv. forseta til að beita sér fyrir því að stjórnarliðar skoði þær hugmyndir sem við höfum rætt. Ég vil einnig biðja hæstv. fjármálaráðherra að setjast nú niður og velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að leysa þetta mál, frú forseti, með þeim hætti að við tökum Icesave-umræðuna til klukkan átta í kvöld, klárum fjáraukalagafrumvarpið, fjáraukann, förum svo í skattamálin á miðvikudag fram að þingflokksfundum og höldum síðan áfram með Icesave. Með því erum við að koma af stað og koma þeim málum áfram sem þurfa mjög brýnt að fara til nefnda. Ég held að það væri í rauninni mjög gott fyrir þingið og þinghaldið allt ef við gætum sammælst um að hafa þann háttinn á.