138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:50]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við bárum upp þá einföldu spurningu: Getum við fengið að vita hvernig fundarhaldi verður háttað hér í kvöld? Einföld spurning. Væntanlega er við henni mjög einfalt svar. En hæstv. fjármálaráðherra kom hér upp með þjósti og sagði að umræðan væri í boði stjórnarandstöðunnar. Hver kom með málið handónýtt inn á Alþingi? (VigH: Heyr, heyr.) Ekki bara í vor með yfirlýsingu um að þetta væri frábærlega hagstæður samningur, (Gripið fram í: Glæsilegur samningur.) heldur með handónýtum fyrirvörum eftir að við samþykktum lögin í lok ágúst. Ég velti fyrir mér, vegna þess að hæstv. fjármálaráðherra lagðist gegn því að þjóðin kysi um þetta mál því að það væri of flókið: Þarf þá ekki að ræða málið ef það er flókið?